144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[16:53]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fyrir þessa spurningu. Þetta er mér hugleikið. Ég held að það sé stór hluti, ef ekki sá stærsti, af því að vera Íslendingur að upplifa þessi tengsl við náttúruna sem við höfum og náttúruöflin. Það er einhver lína þarna, og ef við ætlum að eyðileggja náttúruna til að skapa velmegun þá er eiginlega orðið tilgangslaust að vera eitthvað að skapa velmegun hér, ef þið skiljið hvað ég á við. Við verðum að passa okkur að fara ekki yfir þessi mörk og eyðileggja fjársjóði okkar í þágu stundarmarkmiða.

Ég hef orðað þetta þannig að þetta sé svona eins og að selja barnið sitt til að eiga fyrir bleium, en ef maður á ekkert barn lengur þá þarf maður ekki bleiur.