144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:22]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er afar skrýtin staða sem við erum í. Hér er kallað eftir að mál komi á dagskrá og það er nóg af málum á dagskrá en samt vill stjórnarandstaðan ekki ræða það mál sem er á dagskrá. Það er afar einkennilegt. Ég er ekki bara búin að setja mig á mælendaskrá undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta heldur er ég líka búin að setja mig á mælendaskrá í málinu sjálfu því að ég vil gjarnan fá að tjá mína skoðun á þessu máli á eftir. Það er þriðjudagur og þingfundur getur staðið til allt að klukkan 12 á miðnætti. Ég vildi gjarnan fá að tala í þessu máli í dag áður en fer að skyggja á ný, en það veltur náttúrlega á því hvort þetta málþóf hjá stjórnarandstöðunni heldur áfram, þetta málþóf sem hefur nú staðið í í 1.134 mínútur, það eru tveir vinnudagar og komið fram að hádegi á degi þrjú.