144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:23]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Hér hafa verið fluttar mjög góðar ræður af hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur og Guðmundi Steingrímssyni, sem skipta miklu máli. (Gripið fram í.) Ef hv. þm. Vigdís Hauksdóttir vill komast að er ég alveg til í að skipta við hana á slotti. (VigH: Frábært, búið.) Já, alveg sjálfsagt, ég vil endilega fá að heyra skoðanir hennar í þessu máli.

Mér finnst reyndar svolítið fyndið að fyrrverandi stjórnarandstæðingar eða þeir sem voru á þingi síðast séu að gagnrýna fundarstjórn. Þetta er ótrúlegur leikur í rauninni að hlusta á fólk þegar það kemur hérna upp. Ég hef aldrei verið á þingi áður, en að koma hingað og gagnrýna núverandi stjórnarandstöðu fyrir málþóf og umræður um fundarstjórn forseta er alveg ótrúlega fyndið. Ég bara verð að segja að það er ekki úr háum söðli að detta hér hvað þetta varðar. (Gripið fram í.) Ég vil þó endilega beina því til forseta þingsins að reyna að koma á sátt í þessu máli því að hún er ekki í sjónmáli eins og staðan er núna.