144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:58]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta stenst lög. Það gerir það. En það er algerlega ljóst að þær tillögur sem hér voru bornar á borð af síðustu ríkisstjórn og sem í rauninni settu þetta mál allt saman í uppnám voru pólitísk hrossakaup. Það var augljóst öllum sem hér störfuðu á þingi á síðasta kjörtímabili. Ég veit að hv. þingmaður leggur sig fram um að sýna vönduð vinnubrögð í þinginu og það er til fyrirmyndar, setja sig vel inn í mál o.s.frv., en það þýðir líka að menn verða að reyna að átta sig á því þegar fyrrum stjórnarliðar reyna að endurskrifa söguna sér í hag.