144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:34]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Af hverju skyldi nú dagskráin riðlast svona? Af hverju gengur þetta svona hægt? Kemur það einhverjum á óvart? (Gripið fram í.) Ef einhver er hissa á því (HHG: Enginn er hissa.) — nei enginn er hissa, öll stjórnarandstaðan tekur þátt í málþófi, tefur málið, þorir ekki að … (Gripið fram í.)

Mér þykir leitt að sjálfstraustið hjá hv. þingmönnum sé ekki meira en svo að þeir geti ekki rætt þessa tillögu nema hinir og þessir ráðherrar séu í salnum. (Gripið fram í.) Það er ekki nokkur vafi á því hvað er hér til umræðu. Hér er breytingartillaga frá meiri hluta atvinnuveganefndar, (Gripið fram í.) hún er hér til umræðu, og ef menn geta ekki rætt hana … [Háreysti í þingsal.]

(Forseti (SJS): Forseti biður hv. þingmenn að gefa ræðumanni hljóð.)

Ef hv. þingmenn hafa ekki kjark til að ræða hana hér án þess að einhverjir ráðherrar séu við þá veit ég ekki hvað. Ég hvet til þess að við tökum málefnalega umræðu og klárum þetta mál. (Forseti hringir.) Það bíða fleiri mál eins og hv. þingmenn hafa talað um. Ég er vanur því til sjós að ef einhver mál bíða þá klárar maður málið svo að maður komist í næsta mál. [Kliður í þingsal.]

(Forseti (SJS): Forseti biður um þögn í salnum.)