144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:44]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þurfti að fara úr þinghúsinu klukkan hálfsex í kvöld og nú er klukkan að verða níu. Samkvæmt mælendaskrá sýnist mér hafa verið flutt ein ræða, þær gætu hafa verið tvær. En það er svolítið merkilegt að hlusta á ræður frá stjórnarandstöðunni því að oft eru Samfylkingin og Vinstri grænir að tala fyrir þjóðina en nú er hv. þm. Lilja Rafney Magnúsdóttir farin að tala líka fyrir hönd komandi kynslóða.

Virðulegi forseti. Mér var boðið það hér í dag af hv. þm. Páli Val Björnssyni að koma í hans stað í ræðu. Ég sé að hann er ekki næstur á mælendaskrá heldur þarnæstur. Virðulegi forseti. Tíðkast það í þingsköpum að þingmenn milli flokka geti skipt á sæti á mælendaskrá? Ef svo er, þá ætla ég að þiggja það því að ég tel að það sé orðið tímabært að stjórnarliði tali hér í þessu máli.