144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:05]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fyrst varðandi það bréf sem bændur á bökkum Þjórsár skrifuðu, það er ekki verið að taka ákvarðanir um að ryðjast strax í virkjanir á morgun þó að kostirnir séu fluttir til innan rammans, úr bið í nýtingu. Það er hið lögformlega ferli og svo á eftir að fara fram umhverfismat á framkvæmdinni. Það er því ekkert að fara að gerast á morgun, þannig að það sé sagt.

Við búum nú á eyju og rafmagnið á að geta farið út um allt land og að sjálfsögðu styð ég lækkun á rafmagni til garðyrkjubænda enda hef ég tengsl inn í þá grein og sé stórkostleg tækifæri fyrir garðyrkjumenn á Íslandi til að flytja út vörur ef rafmagnið lækkar. En af því að hv. þingmaður er flutningsmaður frumvarps á þessu kjörtímabili um að leggja sæstreng til Bretlands, hvað segja bændur þá (Gripið fram í.)ef þeir fá ekki að nýta rafmagnið í heimahéraði? (Forseti hringir.) Finnst hv. þingmanni þá að íbúar ríkja (Forseti hringir.) Evrópusambandsins eigi að nota íslenska rafmagnið?