144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:07]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem bara upp í fundarstjórn forseta til að reyna að svara hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur. (Forseti hringir.) (Gripið fram í.)

(Forseti (EKG): Hv. þingmaður verður að gera sér grein fyrir því að þessi liður er ekki ætlaður sem framhaldsumræða við …)

Ég er bara að bera af mér — Ókei, mér finnst fundarstjórn forseta ekki góð ef þig langar að vita það. Mér finnst hún hafa verið afleit síðustu daga. Mér þykir mjög leitt að segja það við hæstv. forseta því að ég ber mikla virðingu fyrir honum sem þingmanni og sem forseta. En bara til að fylgja því hér eftir hvað varðar þetta með sæstreng til Evrópu (VigH: Efnisleg umræða.) er þetta bara tillaga [Háreysti í þingsal.] um að kanna, hv. þingmaður, hvort það gæti hugsanlega verið gott fyrir íslenska þjóð að leggja rafstreng. (VigH: Hvar …?) Ha? Það er bara það. Okkur langar til að kanna hvort það gæti hugsanlega verið betra fyrir íslenska þjóð að flytja rafmagn út, ekkert meira. Við erum ekki að fara að leggja það til að það verði lagður rafstrengur til Evrópu nú þegar. (Gripið fram í.)