144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:11]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við erum komin fram á kvöldið og mig langar að beina því til hæstv. forseta hvort hann vilji ekki gera hlé á fundum hjá okkur svo við getum náð í bækurnar okkar svo við getum haldið áfram lestrarstundinni og átt hérna ánægjulega kvöldstund þar sem við lesum einhverja ánægjulega kafla um eitthvert karlagrobb eða hvað annað sem við viljum taka hér til umræðu. Þegar mælendaskrá var breytt til að reyna að fá rök fyrir því sem hér er að gerast mistókst það hrapallega.

Það er í sjálfu sér óþolandi að sitja undir því að hér komi aðilar sem hafa haft tækifæri til að hlusta á skýringar frá höfundi bókarinnar en telja sig vita miklu betur. Þetta er komið út í tóma vitleysu þannig að ég bið hæstv. forseta annars tveggja, að ákveða að hér verði lestrarstund fram að miðnætti eða hætti bara fundi og við reynum að finna eðlilegan farveg til lausna og skýri þá út þær reglur sem hér eiga að gilda um meðferð rammaáætlunar í staðinn fyrir að sitja undir að ekki farið sé að lögum.