144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:13]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég verð að mótmæla því við herra forseta að ræðutími Alþingis sé notaður til að lesa upp úr bókatíðindum og kynna einstakar bækur eins og um einhvern auglýsingatíma sé að ræða, taka einn umfram annan og vera með sérstaka kynningu á bók Össurar Skarphéðinssonar sem er löngu útrunnin, síðasti söludagur liðinn og enginn hefur áhuga á. Mér finnst að ræðumenn geti ekki blandað slíkum bókatíðindum í svo alvarlegt mál sem er hérna á dagskrá og ég óska eftir því við hæstv. forseta að hann ræði þetta við hv. þingmann sem noti ekki aftur ræðutíma sinn til þess að vera með auglýsingar í beinni útsendingu. Ég óska sérstaklega eftir því.