144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:22]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað upp til að lýsa yfir fullum stuðningi við forseta þingsins og hef engar athugasemdir við fundarstjórn forseta. Hins vegar óska ég eftir því að við höldum áfram efnislegri umræðu um það mál — (Gripið fram í.) nú er klukkan að verða hálfellefu — (Gripið fram í: Hvaða mál?) sem hér er á dagskrá, og menn þurfa ekki að láta eins og frekir skólakrakkar og arga hér fram í þegar ég er að fara yfir málið. (Gripið fram í: Hvaða mál?) Menn vita vel, fullvel, sérstaklega þingflokksformenn (Forseti hringir.) Vinstri grænna, þeir vita mjög vel hvaða mál eru hér á dagskrá. Nógu oft hafa nú verið haldnar ræður hér undir liðnum um fundarstjórn forseta um dagskrána í dag. (Gripið fram í: Hvaða mál?) Menn geta lesið þau blöð sem liggja hér fyrir, ég geri ráð fyrir að allir séu með slíkt dagskrárblað á borði sínu. Menn vita fullvel hvaða mál eru á dagskrá og þurfa ekki að vera með útúrsnúninga og alls ekki að vera með dónaskap við virðulegan hæstv. forseta þingsins.

Sex ræður hafa verið fluttar í dag, það hefur gengið alveg ágætlega svona seinni part dagsins. Nú er klukkan að vera hálfellefu og (Forseti hringir.) ég mæli með því að við höldum áfram með mælendaskrána, mér skilst að um 15 manns séu eftir.