144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:26]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég er ekki hingað komið til að gagnrýna fundarstjórn forseta, ég ætla að biðja þingmenn að hafa í huga að fólk getur þurft að víkja úr húsinu af persónulegum ástæðum og haft gilda ástæðu til þess. Vísa ég þá til fjarveru hæstv. ráðherra sem hefur gildar ástæður og ég hélt að flestum þingmönnum væru þær fullkunnar. Ég ætla að biðja fólk um að hafa það aðeins í huga. (KaJúl: Hvaða … forsætisráðherra … af persónulegum ástæðum …)