144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:15]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspurn hv. þingmanns.

Ég ætla ekki að fara aftur til baka í þessa umræðu á þennan hátt. Ég held að við höfum verið alveg á réttri leið miðað við þær upplýsingar sem við höfðum. Varðandi nýtingarflokkinn og það allt saman, svo maður fari nú í þetta gamla far, þá snýst deilan auðvitað um það að niðurstöðu sérfræðinganna var breytt á síðasta kjörtímabili og nú er verið að fara aftur í það og þingmenn telja sig vera á sama grunni. Um það snýst öll þessi umræða hér. Það er í því sem við þurfum kannski að ná þeirri sátt sem ég er að tala um. Þannig að ég ætla ekki að fara til baka í þessa umræðu. Ég er búinn að bíða í viku eftir að komast að og segja nokkur orð og ég var með allt aðra ræðu fyrir viku og allt aðra ræðu fyrir fimm dögum og allt aðra ræðu fyrir þrem dögum, en ég var bara búinn að fá nóg í kvöld.