144. löggjafarþing — 108. fundur,  19. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:18]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vona að virðulegur forseti og sem flestir hafi hlýtt á ræðu hv. 7. þm. Suðurk., Ásmundar Friðrikssonar, því að í henni var mikil viska að mínu mati þótt ég hafi ekki verið sammála öllu sem þar var sagt. Ég tel að með hliðsjón af lokaorðum hv. þingmanns um þá tilteknu virkjunarkosti sem hann nefndi — það sem hefur verið sagt hér um hugsanlegar breytingartillögur við breytingartillöguna o.s.frv. — sé full ástæða til að gera hlé á þessum fundi og finna út úr því í hverju er hægt að ná fram sátt.