144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:09]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í stjórnarandstöðunni leggjum til breytingu á dagskrá þingsins. Eins og kom fram í umræðu hér í gærkvöldi er ýmislegt að breytast í ljósi stöðunnar. Ásmundur Friðriksson hélt ágætisræðu sem sýndi fram á að þeir fulltrúar sem lögðu til þessa miklu breytingartillögu á rammanum eru smátt og smátt að draga í land. Það var ekki hægt að skilja ræðu hans öðruvísi en svo að menn væru tilbúnir að endurskoða ákvörðun sína um þessa breytingartillögu. Ég held að það sé alveg tímabært að taka þetta mál út af dagskrá og taka brýnni mál til umræðu, eins og stöðuna á vinnumarkaðnum sem er mjög alvarleg.

Í fréttum kemur fram að VR og Flóabandalagið hafi slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þetta eru engar smáfréttir og við ættum að snúa okkur að brýnni málum á þingi, taka þau til umræðu og hætta þessu karpi um mál (Forseti hringir.) sem á ekki að vera hér á dagskrá.