144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:40]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við ræðum um atkvæðagreiðsluna, um að taka af dagskrá annan dagskrárliðinn sem hér er. Hér kemur fólk og fullyrðir um geðslag þingmanna, um háttalag þingmanna, um þroska þingmanna, vitnar í bækur sem þingmenn hafa skrifað en talar lítið um atkvæðagreiðsluna einfaldlega vegna þess að í því máli greinir fólk á. Hluti þingmanna telur að tillagan sé tæk. Úrskurður forseta þar að lútandi liggur fyrir. Aðrir telja að tillagan sé ekki tæk. Um það snýst málið væntanlega og um það snýst atkvæðagreiðslan sem fram fer hér á eftir. En ég frábið mér, virðulegur forseti, að hér sé talað þannig um fólk að þroski þess sé lélegur, að þetta sé geðlítið fólk og annað í þeim dúr í umræðu um atkvæðagreiðslu á (Forseti hringir.) Alþingi Íslendinga.