144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:48]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta er nú að reynast æði kostnaðarsamur leiðangur sem hér var lagt upp í undir forustu stríðsherrans hv. þm. Jóns Gunnarssonar. (JónG: Það er líka mikið undir.) Þingið er að tapa hér dýrmætum tíma og því miður er breikkandi gjá að myndast á milli stórs hluta þingmanna og forseta vegna þess að til þess er ætlast (Gripið fram í.) að umræðan haldi áfram á grundvelli mjög umdeilds úrskurðar forseta um að málatilbúnaðurinn sé þingtækur. En um þennan úrskurð forseta heyrðist kveðin svohljóðandi vísa hér á göngunum á dögunum:

Forseti á dögunum úrskurð upp kvað

um efni af flóknara tagi.

Sé horft fram hjá lögum má hugsa sér að

það hæpna sé kannski í lagi.