144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:51]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Hér er á ferðinni málefnaleg tilraun minni hlutans í þinginu til þess að hafa jákvæð áhrif á störf þingsins, til þess að koma á dagskrá málum sem eru brýn og meiri samstaða er um, til þess að vísa þessu máli til nefndar í áframhaldandi vinnu sem nauðsynleg er milli minni hluta og meiri hluta hér í þinginu. Ég hvet þess vegna þingmenn til þess að styðja þessa dagskrártillögu og segi já.