144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

breytingartillögur við rammaáætlun.

[11:21]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég er mjög hugsi yfir því sem hér hefur verið sagt og vitnað í ummæli sem höfð eru eftir hæstv. umhverfisráðherra í Fréttablaðinu um það að afstaða hennar til þess máls sem hér hefur verið á dagskrá komi í ljós við atkvæðagreiðslu. Ég skildi hæstv. ráðherra ekki betur en svo að hún hefði boðað breytingartillögu við þá breytingartillögu sem liggur fyrir og ég verð að viðurkenna að ég er orðin talsvert ringluð í því hvar þetta mál stendur og hvernig.

Ég ætla að leyfa mér að binda talsverðar vonir við þann fund sem hæstv. forseti hefur sagt að hann ætli að boða til og fagna því að það eigi að reyna með einhverjum hætti að vinda ofan af þessari óbærilegu flækju, (Forseti hringir.) ég leyfi mér að segja sem svo, sem hér er komin upp og hvet menn til allra góðra verka á þessum fundi.