144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

breytingartillögur við rammaáætlun.

[11:34]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það sér hver maður að í þingsal eru miklar deilur og ósætti. Það mætast stálin stinn þegar rædd er breytingartillaga meiri hluta hv. atvinnuveganefndar. Samt eru tækifæri til sögulegrar sáttar með auknum meiri hluta í þingsal fyrir þingsályktunartillögu hæstv. umhverfisráðherra.

Hæstv. þáverandi umhverfisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, áttaði sig á mikilvægi þess, að ég tel, að ná þessari sátt í þinginu. Hann áttaði sig á því að sáttin væri mikilvæg fyrir atvinnuvegina, náttúruverndarsamtök, fólkið í landinu og væntanlega áframhaldandi þingstörf þó að það sé kannski það minnsta í þessu.

Getur forseti leitt stjórnarmeirihlutann að þessari sáttatillögu (Forseti hringir.) og að við göngum til atkvæða um aðeins þingsályktunartillögu hæstv. umhverfisráðherra?