144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[11:48]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég held að það sé tilgangslaust að hafa kvöldfund nema mikill árangur verði af fundi hæstv. forseta með þingflokksformönnum núna á eftir. Mér fyndist þá sjálfsagt að forseti frestaði fundi núna, héldi þingflokksfundinn og efndi svo til atkvæðagreiðslu að loknum þeim fundi þegar við, þingmenn sem eigum að greiða atkvæði um það, vitum hvað kemur út úr honum og hvort það sé einhver von til þess að umræðan klárist í kvöld. Það er tilgangslaust að vera að efna hér til kvöldfundar vegna þess að ef þessi hnútur verður ekki leystur munu umræður í þingsal halda áfram eins og þær eru nú.