144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:03]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég sé enga ástæðu til að funda hér í kvöld um þetta mál. Nú er það þannig að við höfum þrábeðið hæstv. forseta um að skýra það hvað við séum í raun að ræða. Er það breytingartillaga meiri hluta atvinnuveganefndar? Eða er það skilningur hæstv. umhverfisráðherra á málinu, sem vill draga Hagavatn út en sú tillaga hefur ekki formlega komið fram? Erum við að ræða hana? Eða erum við að ræða upphaflega þingsályktunartillögu frá fyrrverandi umhverfisráðherra? Þetta er allt mjög óljóst en það virðist ekki skipta neinu máli af því að kýla á málið bara í gegn, það á kýla áfram einhverjar virkjanir sem einhverjum hv. þingmönnum dettur í hug að setja hér á borðið fyrir framan okkur þvert á það sem verkefnisstjórn um rammaáætlun segir. Þetta þarf að skýra. Við höfum beðið um að hæstv. forseti skýri þetta en hann hefur ekki gert það.