144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:09]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Undir venjulegum kringumstæðum mundi ég greiða atkvæði með þessu, ég hafði hug á að gera það en svo rennur upp fyrir manni að það er ljóst að menn ætla að kýla þetta í gegn, alveg sama hvað, þannig að þessi fundur gæti þess vegna enst inn í morguninn á morgun. Það vill svo til að á morgun þarf ég að ræða höfundaréttarmál hjá hv. allsherjar- og menntamálanefnd og get ekki sleppt þeim fundi þannig að ég ætla að greiða atkvæði gegn þessu þótt ég hafi byrjað á að segja já.

En ég skal glaður vera hér að minnsta kosti til miðnættis áður en ég byrja að kvarta undan þeirri vitleysu sem þessi fundarstjórn er orðin.