144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

lengd þingfundar.

[12:13]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég greiði atkvæði gegn því að haldinn verði kvöldfundur. Málið er, eins og ég held að við öll hér inni vitum, komið í rækilegan hnút og því miður erum við ekki að stíga skref til að leysa úr honum.

Ég harma sannast sagna ræðu hæstv. forseta hér áðan því að mér fannst hún í raun bera vott um algjöra uppgjöf gagnvart málinu, þ.e. að byrja á því að boða til kvöldfundar og ætla svo að halda fund með þingflokksformönnum. Þar með er hann að mínu mati búinn að gefa sér niðurstöðu þess fundar og það er ekki gott innlegg í umræðurnar hérna. Þess vegna get ég bara ekki annað en greitt atkvæði gegn þessum kvöldfundi.