144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

framhald þingfundar.

[15:44]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er svolítið sérstök staða uppi núna. Fáir eru í salnum, stjórnarþingmenn eru ekki hér, þingflokksformenn eru að funda og við erum enn með þetta stóra deilumál hér á dagskrá. Einhvern veginn veit enginn hvernig hann ætlar að fara með þetta, allra síst stjórnarflokkarnir.

Ég vildi bara fá að leggja það til hér að við gerðum hlé á þessum fundi þangað til menn vissu hvað þeir vildu. Það liggur fyrir að stjórnarliðar hafa ekki getað komið sér saman um það hvernig þeir ætla að lenda þessu máli og á sama tíma eru mál annarra ráðherra látin reka á reiðanum og ráðherrar nýta sér tækifærið og framkvæma og boða gríðarlegar breytingar á til dæmis menntastefnu þjóðarinnar fram hjá Alþingi í skjóli þess sirkuss sem hér á sér stað. Þetta gengur ekki og ég kalla því eftir því að hlé verði gert á þessum fundi og síðan tekið til við það að kalla ráðherrana hingað inn og þá ekki síst menntamálaráðherra til að segja okkur (Forseti hringir.) hvað hann er að gera í skjóli þess að menn halda okkur hér uppteknum í umræðum um rammann.