144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[16:46]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að við sem horfum á ferilinn og þekkjum hann ágætlega gerum okkur grein fyrir því að ef menn hefðu látið vera að fara í svo undarlegan leiðangur með þessar breytingartillögur þvert á löggjöfina sé mjög líklegt að Hvammsvirkjun hefði verið afgreidd með einum eða öðrum hætti á Alþingi í desember sl. Hv. þm. Svandís Svavarsdóttir fór yfir það áðan hvaða tímafrestir ættu við þegar kemur að endurskoðun á rammaáætlun frá verkefnisstjórn og við erum að tala um að 26 raðaðir kostir geti verið komnir inn í þingið eftir tæplega eitt og hálft ár. Þess vegna er það fullkomlega á ábyrgð þessara stjórnvalda og þessa stjórnarmeirihluta að þessi mál eru komin í ógöngur og (Forseti hringir.) ef einhverjir eru að tefja eru það stjórnarmeirihlutinn og meiri hluti atvinnuveganefndar.