144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[16:59]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Það er búið að fara nokkrum orðum um þessa breytingartillögu og ég ætla ekki að hafa þau fleiri en bendi á það sem hv. formaður þingflokks Samfylkingarinnar, Helgi Hjörvar, hefur bent á, að í gegnum eina umræðu á að ákveða fjóra nýja virkjunarkosti fram hjá rammaáætlun eða því verklagi sem þar var ákveðið. Svo er gerð breyting þar á og þar kemur inn furðutillagan og ég hef áhyggjur, herra forseti. Mér finnst þetta skipta máli og ég spyr: Er þetta stefna ráðherra eða er verið að fara gegn ráðherra? Við höfum ekki fengið skýr svör um það.