144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áframhald umræðu um rammaáætlun.

[17:10]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Mér finnst ámælisvert af hv. síðasta þingmanni sem hér talaði að segja: Þið eruð búin að fá breytingartillögu.

Fyrst hann var í ræðu sinni svona áfjáður í að draga þennan kost til baka velti ég fyrir mér af hverju hann hafi ekki lagt það fram strax eða áður en nefndin yfir höfuð afgreiddi málið út. Ég er nefnilega nokkuð viss um að þessi breyting hefði ekki náðst fram nema af því að stjórnarandstaðan hefur staðið hér náttúruvaktina og heldur henni áfram. Það er ekki nóg að þetta sé dregið til baka, það er alveg ljóst og má vera meiri hluta atvinnuveganefndar ljóst að stjórnarandstaðan er ekki sátt við að þessi tiltekna tillaga sé sú eina sem hér verður lögð fram.

Þinghaldið eins og það er hér er í ykkar boði. Það er ekki í boði stjórnarandstöðunnar.