144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:42]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér koma þingmenn, áður ráðherrar, og hrópa að þessi verkefnisstjórn sé lítilsvirt, gert lítið úr þeim, sem áður hentu sex virkjunarkostum úr nýtingarflokki í bið. Um hvað er deilt núna? Þessi breytingartillaga felur í sér að færa þrjá virkjunarkosti og tveimur af þeim kostum gáfu allir fjórir faghóparnir hæstu einkunn. Núna deilum við um það hvort það er rammaáætlun 2 eða rammaáætlun 3, sem er ekki komin, en í rammaáætlun 3 eru þessir átta kostir sem voru skoðaðir og beðið er um frekari gögn varðandi Urriðafoss og Holtavirkjun, en samkvæmt umsögnum m.a. frá Orkustofnun þá eiga þær upplýsingar og þau gögn heima í umhverfismati framkvæmda sem er næsta stig á eftir þessu. Í rauninni er ekki deilt um annað en hvorn faghópinn við notum.