144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:53]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil taka undir þá lausn á málinu sem kom fram í máli hv. þm. Jóns Þórs Ólafssonar. Ég held að það væri meiri bragur að því að framfylgja hér eðlilegri stjórnsýslu.

Ég vil líka, af því að ég var á síðasta þingi, taka undir að mér fannst gróflega vegið að starfsheiðri hv. þm. Oddnýjar Harðardóttur. Mér finnst þetta mál vera komið á þann stað að það sé til vansa fyrir Alþingi að halda áfram umræðum um það. Þetta er í hnút og það væri langeðlilegast ef maður væri á eðlilegum vinnustað að þeir aðilar sem gætu höggvið á þennan hnút hittust fyrir utan þingsalinn og við settum önnur mál á dagskrá. Ég skora á forseta og ég skora á þingmenn meiri hlutans að hvetja forseta til að fresta þessu máli.