144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[17:57]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er varla hægt að halda þessari umræðu lengur áfram miðað við síðustu orð hv. þm. Jóns Gunnarssonar þar sem hann endar á því að segja meiri hluti atvinnuveganefndar hafi hreinlega verið ósammála og þar liggur hundurinn grafinn. Það er málið. Menn eru hreinlega ósammála faglegum vinnubrögðum verkefnisstjórnar og því fagferli sem þar er unnið eftir sem hæstv. ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fór þó eftir. Hann mátti eiga það að hann treysti sér ekki til að fara gegn því faglega ferli. En meiri hluti atvinnuveganefndar eru meiri menn en það og tóku á sig rögg og gerðu betur.

Og talandi um að allt atvinnulíf í landinu sé við það að stoppa, þegar í pípunum eru 535 megavött, væntanlegar virkjanir skila þar stórum hluta en inni í þessu sem er tilbúið í dag eru 90 megavött frá Hellisheiðarvirkjun og (Forseti hringir.) 95 frá Búðarhálsvirkjun. Ætli þetta sleppi ekki fyrir horn?