144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[18:02]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Undanfarna daga hefur sú mynd dregist æ skýrar upp að sáttin um rammann er rofin. Ramminn skiptir engu máli lengur samkvæmt meiri hluta Alþingis og meiri hlutinn ræður, bara svo því sé haldið til haga, forseti. Maður veltir þá fyrir sér, af hverju er maður að reyna að stoppa framgang þeirra sem sjá enga framtíð í neinu hérlendis nema að virkja hverja einustu lækjarsprænu? Af því að okkur ber að tryggja það að þegar svona vond mál koma fram eins og þetta, að eyðileggja rammaáætlun sem tók 20 ár að koma á, hinu faglega ferli, þá verðum við að tryggja að almenningur sé meðvitaður um þau skemmdarverk sem hér eiga sér stað. Þetta eru skemmdarverk og málið skal af dagskrá.