144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:18]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég hef miklar áhyggjur af stöðunni á Íslandi. Ég hef miklar áhyggjur af því þegar 38 þingmenn hér í þingsal staldra ekki við það sem óþægilega staðreynd og óþægilegan veruleika að forsætisráðherra landsins hiki ekki við að beita fyrir sig ósannindum hér í ræðustól Alþingis og beita fyrir sig algjörum hentirökum til þess að skýla sér á bak við Alþýðusamband Íslands í aðför sinni gegn íslenskri náttúru og uppbroti á rammaáætlun. Hefur fólk ekki áhyggjur af því að hann fer hér fram af fullum krafti og segir Alþýðusamband Íslands hafa beðið um breytingar á rammaáætlun sem er síðan hrakið með viðtölum við forseta Alþýðusambandsins og hagfræðinga í kvöldfréttum sjónvarps í kvöld? Hafa menn engar áhyggjur af því hvers konar ógöngur ríkisstjórnin og meiri hluti Alþingis eru komin í?