144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:20]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég tel að þegar hæstv. ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson mælti hér fyrir þingsályktunartillögu um eina virkjun í nýtingarflokk, og fór þar að tillögu verkefnisstjórnar, hafi hann áttað sig á tækifærinu sem felst í því að ná sátt um rammaáætlun á meðal þingmanna. Það er allar líkur á því að aukinn meiri hluti hefði samþykkt þá tillögu óbreytta. Meiri hluti hv. atvinnuveganefndar sér ekki tækifærið í slíkri sátt og telur að það skili betri árangri að tuddast áfram, með stuðningi hæstv. forsætisráðherra sem ruglar bara um einhver forgangsmál í kjaraviðræðum sem kemur síðan í ljós að er tóm della.

Forseti. Það á að taka þetta mál af dagskrá og taka (Forseti hringir.) brýnni mál hér til umræðu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)