144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

um fundarstjórn.

[20:27]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegur forseti. Við erum með mál sem tvö ráðuneyti segja að breytingartillagan stangist á við lög. Við erum með breytingartillögu frá meiri hluta atvinnuveganefndar sem ráðherra málaflokksins styður ekki. Við erum með mál sem varðar eitthvert mesta deilumál Íslendinga fyrr og síðar. Við erum með mál sem ítrekað kemur í ljós að þeir sem eru með þennan málatilbúnað skilja ekki lagaumgjörðina og skilja ekki hvað þeir er að gera, virðist vera, með því að leggja fram þessa breytingartillögu. Er von að maður spyrji, af hverju er þetta á dagskrá? Af hverju hættum við ekki þessari vitleysu og förum að ræða eitthvað af viti? Forsætisráðherra kemur hingað og ætlar að bregða birtu á það af náð sinni af hverju við erum að ræða þetta, og það er út af kjarasamningum. Daginn eftir kemur í fyrirsögn (Forseti hringir.) að ramminn hafi aldrei verið ræddur (Forseti hringir.) í tengslum við kjarasamninga. (Forseti hringir.) Ætlaði hæstv. forsætisráðherra að koma aðilum vinnumarkaðarins á óvart, eða hvað? (Forseti hringir.) Hver var pælingin?