144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[20:56]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég mundi styðja slíka tillögu. Það var myndaður hópur hér á síðasta kjörtímabili sem ég átti sæti í. Ég man að ég var sammála því þá að við ættum, þrátt fyrir ýmsa hnökra á framkvæmdinni varðandi stjórnlagaþingið, að skipa hið svokallaða stjórnlagaráð. Ég var þeirrar skoðunar að mikilvægt væri til dæmis að breyta þessu ákvæði.

Eins og kannski þingmönnum einum er tamt ætla ég að fá að setja fyrirvara við útfærsluna. Ég hef séð margar mismunandi tillögur um útfærslur. Sumar hugnast mér, aðrar ekki. Það er eins og gengur.