144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:23]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er óheppilegt svo ekki verði meira sagt að í nefndaráliti meiri hlutans sé látið eins og 16 virkjunarkostir hafi verið færðir niður í tíu. Hið rétta er að 22 voru færðir niður í 16. Nú eru þetta sjálfsagt heiðarleg mistök, gerir maður ráð fyrir, en mistök eru það samt og það hefur áhrif á það hvernig menn sjá málið. Mikilvægt er að hafa þetta á hreinu í nefndarálitinu. Þetta er enn ein ástæða þess eða enn eitt dæmi þess að það þarf greinilega að fara yfir þessi mál betur af hv. atvinnuveganefnd, þá sérstaklega með tilliti til þeirra ábendinga sem hér hafa komið fram ítrekað í þessari umræðu.