144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:43]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hv. þm. Katrín Júlíusdóttir óskaði eftir því að forseti gerði hlé á þessum fundi þar til hæstv. forsætisráðherra hefði komið hér í þingsal til þess að fara yfir það með okkur hvers vegna hann hélt því fram að það væri mikilvægt að ljúka þessu máli og samþykkja breytingartillögu meiri hluta hv. atvinnuveganefndar þar sem í ljós hefur komið að um staðlausa stafi var að ræða þegar hann vitnaði til þess að það væri liður í lausn deilna á vinnumarkaði. Hæstv. forseti hefur ekki brugðist við þessari ósk en ég ítreka hana og óska eftir því að hæstv. forseti verði við henni og kalli hæstv. forsætisráðherra hingað í salinn.