144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[21:59]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er þingræða númer 1.373 frá áramótum um fundarstjórn forseta.

Það er nokkuð merkilegt sem fram kom í máli hv. Steingríms J. Sigfússonar, hann telur að þessi liður sé til þess fallinn að ræða dagskrá þingsins, ýmis álitaefni, ýmis lögfræðiefni. Virðulegi forseti. Mér finnst þingmaðurinn vera að gera lítið úr þingflokksformönnum, mér finnst þingmaðurinn vera að gera lítið úr þeim sem sitja í forsætisnefnd, því að það eru verk þessara aðila að skipuleggja dagskrá, fá hana þar samþykkta eins og alltaf hefur verið. Nú eru þessir fundir komnir í þingsal og ræddir undir fundarstjórn forseta. Virðulegi forseti. Ég skil bara ekki lengur hvað er um að vera undir þessum lið, fyrir utan allar (Forseti hringir.) hraðræðurnar sem búið er að flytja hér í rúmlega 1.370 skipti sem eru efnislega um rammann.