144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:33]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni góða ræðu þar sem hv. þingmaður lagði meðal annars áherslu á bestu faglegu niðurstöðu og faglegt ferli í hvívetna. Um það erum við sammála, það er auðvitað mjög mikilvægt, en mig langar að spyrja hv. þingmann út frá einmitt því sem hefur komið fram í fyrri andsvörum um þennan hnút sem við erum í með þetta mál. Mig langar að vísa í umsögn Umhverfisstofnunar þar sem segir að breytingartillaga sú sem er til umfjöllunar sem og fyrri reynsla varpi ljósi á þá galla sem einkenna ferlið og að það þyrfti að skýra nánar formkröfur til breytingartillagna í meðförum þingsins. (Forseti hringir.) Hvernig sér hv. þingmaður fyrir sér slíkar breytingar?