144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[22:57]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Forseti hefur ekki svarað þeim sem hér hafa borið upp spurningu um hversu lengi fundurinn eigi að standa. Þar sem klukkan er að nálgast 11 er ekki úr vegi að gefa eitthvert „hint“ um það hvað hæstv. forseti áætlar að gera. Við erum ekki alveg jafn mörg í stjórnarandstöðunni til að skipta inn á eins og augljóslega virðist vera gert af þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði um lengdan fund. Þau virðast skipta með sér verkum og hluti þeirra er hér í húsi og annar væntanlega einhvers staðar annars staðar. Það er bara kurteisi að við fáum að vita hvað fundurinn á að standa lengi þegar ljóst er að hér hafa komið fram ýmsar málefnalegar aðfinnslur og athugasemdir frá stjórnarandstöðunni sem eru þessu máli ekki til framdráttar. Auðvitað á fyrir löngu að vera búið að taka það af dagskrá, (Forseti hringir.) en ljóst er að við verðum að fá að vita hvað fundurinn á að standa lengi.