144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:08]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Í kvöld hefur ítrekað verið kallað eftir því að hæstv. forsætisráðherra komi í þingsal og fari yfir þann forsendubrest sem (Gripið fram í.) virðist vera hlaupinn í málið þar sem hann var búinn að fara yfir það bæði í þingsal og fjölmiðlum að samþykkt þessarar umdeildu breytingartillögu hv. meiri hluta atvinnuveganefndar væri forsenda fyrir lausn kjaradeilna. Nú hefur komið í ljós að það virðist hafa verið tómt bull og við þurfum að fara yfir það og fá skýringar. Það má vera að hæstv. forsætisráðherra hafi einhverjar skýringar á málinu og við þurfum að fá að vita það áður en lengra er haldið.

Auk þess spyr ég hæstv. forseta hvað hann hyggist halda fundi lengi áfram og hvenær búast megi við því að hæstv. forsætisráðherra komi í salinn til að fara yfir málin með okkur.