144. löggjafarþing — 109. fundur,  20. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[23:09]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Það er auðvitað mjög slæmt að ekkert bóli á hæstv. forsætisráðherra og tel ég þá rétt að við gerum hlé á þessum fundi og hleypum fólki heim til að hvíla sig. Ég á að mæta á fund í atvinnuveganefnd kl. 8 og vona að þar séu á dagskrá einhver uppbyggilegri mál en sú endemis breytingartillaga sem hér hefur verið til umræðu og stöðvað öll mál í þinginu í fjölda daga. Willum Þór Þórsson kom inn á að við ættum að taka rökræðuna og það er bara mjög gott að gera það en mig langar að vita hjá hv. þingmanni hvað eigi að gera þegar menn taka engum rökum. Menn standa stundum frammi fyrir því að menn taka engum rökum þó að það sé sýnt fram á annað (Forseti hringir.) og þverskallast við. Þá er orðið illt í efni.

(Forseti (ÞorS): Forseti hvetur þingmenn til að fjalla um fundarstjórn forseta.)