144. löggjafarþing — 109. fundur,  21. maí 2015.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

244. mál
[01:03]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni fyrir mjög góðar spurningar sem eru mikilvægar því að þær leiða mann í gegnum það í umræðunni að átta sig á því um hvað þetta snýst. Ég ætla bara að svara játandi. Ég trúi því að þegar ég var að tala um tímaþáttinn hafi ég verið að tala um samhengi umhverfismats þess sem á sér stað og síðan seinna umhverfismats sem er umhverfismat framkvæmda. Ég hef rekist á það í umsögnum að það sem geti seinkað ferli tímalega séð sé að náttúran njóti vafans þegar kemur að því að vernda og gagnvart því að nýta. Ég tek undir það. Annað er þá veikleiki í ræðunni.

Ég ætla jafnframt að benda á að til að mynda Landsvirkjun telur mikilvægt að hlutverkaskipting á milli rammaáætlunar, mats á umhverfisáhrifum framkvæmda og veitingar virkjunarleyfis og annarra leyfa sé skýr. (Forseti hringir.) Það kemur ítrekað fram, ekki bara hjá Landsvirkjun, að það sé verið að vinna gögn ítrekað og (Forseti hringir.) upp á nýtt.