144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

rammaáætlun og kjarasamningar.

[10:05]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Í gær var þingfundur hérna til um það bil korter yfir eitt, ef ég man rétt. Það þarf svo sem ekki að kvarta undan því, hér átti sér stað málefnaleg og góð umræða og ágæt ræða hv. 5. þm. Suðvest. varð til þess að ágæt skoðanaskipti áttu sér stað sem leiddu það enn og aftur í ljós að þetta mál, rammaáætlun þarf meiri yfirlegu þar sem miðað er að því að finna lausn á þeim vanda sem stendur gagnvart umræðunni sjálfri. Þá auðvitað á ég við breytingartillögur hv. atvinnuveganefndar.

Það sem þvælist mikið fyrir er að þetta er seinni umræða af tveimur. Ef eitthvert nefndarstarf væri eftir þessa umræðu þar sem hægt væri að bregðast við þessari umræðu þá væri þetta ekki stórmál. En vandinn er sá að við munum greiða atkvæði um tillöguna í heild sinni í lok þessarar umræðu. Þegar svona mikilvæg efnisleg umræða á sér stað um miðja nótt missir þingheimur af þeirri efnislegu (Forseti hringir.) umræðu sem meiri hlutinn er sífellt að kalla eftir.