144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

rammaáætlun og kjarasamningar.

[10:09]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Í því máli sem er hér enn á dagskrá, rammaáætlun, eru menn að herða hnútinn enn frekar í stað þess að reyna að leysa málin. Fram kom í fréttum í gær að innlegg forsætisráðherra í kjarasamninga, sem átti að vera inngrip í rammaáætlun, var borið til baka af aðilum vinnumarkaðarins. Þeir sögðu að það hefði aldrei komið upp í umræðu um gerð kjarasamninga, þannig að hæstv forsætisráðherra skuldar okkur svör við því við hvaða aðila hann er að semja. Eru þeir hér á landi eða einhvers staðar annars staðar?

Talað hefur verið um í þessari umræðu að við þurfum að rökstyðja mál okkar. Við erum einmitt búin að vera að rökstyðja að draga eigi þessa þingsályktunartillögu til baka, en stjórnarmeirihlutinn virðist ekki taka neinum rökum. Og hvað er þá til ráða?