144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

rammaáætlun og kjarasamningar.

[10:35]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér kem ég upp og leik ekki á als oddi vegna þess að þetta er grafalvarlegt ástand og þjóðfélagið logar allt í deilum. Hér á þingi logar allt í deilum og stjórnvöld virðast ekkert geta gert til þess að ná utan um þau erfiðu mál sem eru á ferðinni, hvorki gagnvart kjarasamningum eða því máli sem hér er á dagskrá. Enn eina ferðina kom fram í máli hæstv. fjármálaráðherra vanþekking og samanburður á því sem gert var þegar nokkrir virkjunarkostir voru settir í bið á fyrra kjörtímabili og þess sem er að gerast núna. Er ekki lag að forustumenn allra flokka hér á þingi og þingflokka setjist nú niður með fagfólki úr umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og úr verkefnisstjórn og fari bara yfir reglurnar? Mundu menn ekki gera það frekar en að vera að deila um þetta hér eins og smákrakkar í sandkassa? Heilbrigði skynsemi segir manni það.