144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:21]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og ég segi enn og aftur erum við að bjóða hv. þingmönnum upp á að endurskoða hug sinn. Hv. þm. Jón Gunnarsson heldur áfram að höggva í sama knérunn með að það sé ekkert rökstutt að þessi leið sé ólögformleg sem verið er að fara nú, breytingartillaga meiri hluta hv. atvinnuveganefndar, og það sé ekki rökstutt af okkur sem höfum gagnrýnt það að menn fari þessa fjallabaksleið langt frá því ferli sem á að gera.

En hvað kemur fram hjá Skipulagsstofnun sem dæmi? (Gripið fram í: Efnisleg umræða.) Að þessar breytingartillögur meiri hluta atvinnuveganefndar séu algjörlega órökstuddar. Það vantar mikið upp á að þær séu rökstuddar. Það að hæstv. ríkisstjórn ætlar ekki að taka á því að hv. þm. Jón Gunnarsson setji öll þingstörf í uppnám sýnir bara (Forseti hringir.) að hæstv. ríkisstjórn er vanhæf, hæstv. forsætisráðherra, og annaðhvort fara menn að gera eitthvað í þessum málum eða segja af sér. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)