144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:37]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mér finnst mikilvægt að við höldum því til haga að miðað við þessar niðurstöður hefur meiri hluti Alþingis ákveðið að ræða ekki stöðuna á vinnumarkaði — tillagan er að við ræðum stöðuna á vinnumarkaði — heldur frekar að ræða rammaáætlun. Sú tilgáta að minni hlutinn á þingi geri ekki sitt til að greiða fyrir þingstörfum er þvæla. Við eigum að taka þetta mál af dagskrá og ræða það sem þarf að ræða í samfélaginu. Minni hlutinn hefur ákveðið að gera það ekki, tekið mjög meðvitaða ákvörðun um það, og það sýnir þessi atkvæðatafla. Það er ekki aðeins virðulegur forseti sem fer illa með fundarstjórnina heldur er það meiri hluti þingsins sem fer illa með allt vald sitt gagnvart þessari þjóð og þessu landi. Það er krísa í gangi og það er skylda þessa þings að bregðast við því. Alþingi hefur ákveðið að gera það ekki.