144. löggjafarþing — 110. fundur,  21. maí 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:39]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Þó að þetta sé ekki liðurinn um fundarstjórn forseta langar mig til að þakka hæstv. forseta fyrir þá miklu yfirvegun sem hann sýnir hér við stjórn erfiðs fundar. Ég styð að sjálfsögðu þessa dagskrártillögu og lýsi yfir áhyggjum af því enn eina ferðina að það ástand sem er uppi á vinnumarkaðnum gefi ríkisstjórninni ekki tilefni til að tala við þingið og lýsa fyrir okkur hvað ríkisstjórnin hyggist fyrir, óski eftir samstarfi og leiti lausna.

Það er ekki eina ástæðan fyrir því að ég styð dagskrártillöguna, því að ég er á móti málinu sem er á dagskrá, en þetta er mjög alvarleg staða og við henni verður að bregðast. En það að halda þessu máli á dagskrá mun aðeins leiða þingið í enn frekari ógöngur.